Af hverju eru sumir svo strekktir yfir styrkingu?

Nú er þá ekki ódýrara að kaupa gjaldeyri til að borga þessa vexti og afborganir? Hvaða á þetta að þýða? Ég er full grunsemda, hvað býr að baki svona fréttaflutningi? Það er bara fínt mál að krónan er að styrkjast, þá duga launin okkar betur, og eins og ég nefndi; ódýrara fyrir Seðlabankann að kaupa gjaldeyri til að standa í skilum með vexti og afborganir. Þeir sem eru í útflutningi eru kannski brosandi hringinn á veikri krónu og þeir sem eiga mikinn gjaldeyri og eignir erlendis vilja líka halda henni veikri. En á endanum er það okkur öllum fyrir bestu að hafa heilbrigt gengi þar sem við öllum eigum góða afkomu en ekki bara nokkrir.
mbl.is Ótímabær fögnuður yfir styrkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband